Rækjustofnar við Noreg eru í góðu ástandi en útlitið er dekkra fyrir rækju í vestanverðu Norður-Atlantshafi. Þetta er álit alþjóðlegs hóps sérfræðinga frá 20 löndum. Frá þessu er greint í frétt á vef norsku hafrannsóknastofnunarinnar.

Rækjustofninn í Barentshafi er áfram mjög sterkur en rækjan þar hefur flutt sig austur á bóginn. Þess vegna er rækjuveiði ekki eins góð á hefðbundum miðum og ætla mætti.

Í heild hefur dregið úr veiðum á kaldsjávarrækju. Þegar mest var veiddust um 450 þúsund tonn alls af rækju í Norður-Atlantshafi árið 2004. Veiðin hefur minnkað stöðugt og er gert ráð fyrir að hún verði 250 þúsund tonn í ár.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.