Rækjuveiðar í Kolluál hafa tekið mikinn kipp. Veiðar á síðasta fiskveiðiári voru langt umfram ráðgjöf Hafró. Rækjan er skráð sem úthafsrækja þótt um sérstakan stofn sé að ræða. Atvinnuvegaráðuneytið hefur óskað eftir að Fiskistofa skrái þennan afla sérstaklega svo unnt sé að bregðast við of mikilli veiði í tíma.

Þessar upplýsingar koma fram í nýjustu Fiskifréttum sem koma út í dag. Veiðar á rækju á grunnslóð við Snæfellsnes námu um 1.630 tonnum á síðasta fiskveiðiári, þar af veiddust um 1.480 tonn í Kolluálnum, samkvæmt upplýsingum sem Fiskifréttir fengu hjá Ingibjörgu G. Jónsdóttur, rækjusérfræðingi Hafrannsóknastofnunar. Hafró lagði hins vegar til að 850 tonn af rækju yrðu veidd á þessum slóðum á síðasta fiskveiðiári.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.