Sjávarútvegsráðuneytið hefur gefið út reglugerð um innfjarðarækjuveiðar á yfirstandandi fiskveiðiári. Samkvæmt henni er kvótinn í Ísafjarðardjúpi 900 tonn en frá því dragast 43,2 tonn vegna pottakerfisins.

Til samanburðar má nefna að á síðasta fiskveiðiári var heildaraflaheimild í Ísafjarðardjúpi 540 tonn.

Þá hefur ráðuneytið ákveðið 200 tonna rækjukvóta í Arnarfirði en frá því dragast 9,6 tonn vegna pottakerfisins. Á síðasta fiskveiðiár var heildaraflaheimild 463 tonn.