Grænlenska landsstjórnin hefur ákveðið að rækjukvóti við Vestur-Grænland verði 90 þúsund tonn á árinu 2017. Þetta er 5 þúsund tonna hærri kvóti en í ár, að því er segir á heimasíðu landsstjórnarinnar.

Kvótinn fylgir ráðleggingum vísindamanna. Frá þessum kvóta eru tekin  2.600 tonn vegna samnings við ESB og 1.044 tonn vegna veiða Kanadamanna.

Landsstjórnin hefur einnig gefið út rækjukvóta við Austur-Grænland og verður hann 5.000 tonn á næsta ári.