Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur gefið út reglugerð um veiðar á samningssvæði Norðvestur-Atlantshafs fiskveiðistofnunarinnar (NAFO). Þar kemur m.a. fram að fyrir árið 2014 er leyfilegur heildarafli íslenskra skipa í Flæmingjagrunni á svæði  3L samtals 48 tonn.

Rækjuvótinn deilist á 11 skip . Mest er skráð á Hákon EA eða 18 tonn, en hin skipin fá frá 700 kg og upp í 5,8 tonn hvert. Á listanum yfir kvótahafa er m.a. Frú Magnhildur GK (20 BT).

Á vef Fiskistofu kemur fram að á síðasta ári hafi allur kvóti þess árs, 93 tonn, verið framseldur á frystitogarann Ísbjörninn ÍS sem var ekki með aflahlutdeild á Flæmingjagrunni. Ísbjörninn veiddi tæp 92 tonn af því, samkvæmt skrá Fiskistofu.