Fiskistofa hefur úthlutað aflamarki í innfjarðarrækju í Ísafjarðardjúpi og Arnarfirði fiskveiðiárið 2015/2016. Í Djúpinu er leyfilegur hámarksafli 700 tonn en í Arnarfirði er aflamarkið 250 tonn.

Hlutdeild rækjunnar í pottunum svonefndu er 5,3% þannig að 37.100 kg í Ísafjarðardjúpi og 13.250 kg í Arnarfirði, er ekki úthlutað. Heimilt er að láta aflamark í þorski eða ýsu í stað skerðingar á úthlutuninni, enda séu skiptin jöfn í þorskígildum talið.

Hér er hægt að sjá skiptingu aflamarks og aflastöðu 2015/2016