Stöðug vinna hefur verið í rækjuverksmiðju Ramma á Siglufirði það sem af er ári, en við vinnsluna starfa að jafnaði um 20 manns, að því er fram kemur á heimasíðu fyrirtækisins.
Fjögur til fimm skip afla hráefnis fyrir rækjuverksmiðjuna og er langmestur hluti framleiðslunnar einfryst rækja sem seld er til Englands og meginlands Evrópu.
Rækjan heldur áfram að streyma til Rammans því á annan í páskum lönduðu þrjú skip rækju þar; Múlaberg SI landaði 40 tonnum, Hallgrímur SI 14 tonnum, Siglunes SI 6 tonnum og í dag, þriðjudag landar Sigurborg SH 27 tonnum, að því er fram kemur á vefnum sksiglo.is.