Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur undirritað breytingu á reglugerð um hrognkelsaveiðar. Þar er veiðidögum fjölgað úr 20 í 32, að því er fram kemur á vef Landssambands smábátaeigenda.

Á fundi grásleppunefndar LS sem haldinn var í gær 30. mars var ákveðið að mæla með 36 veiðidögum á yfirstandandi grásleppuvertíð.

Samkvæmt upplýsingum úr sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu er um bráðabirgðaákvörðun að ræða sem kemur til endurskoðunar um miðjan næsta mánuð ef þörf verður á, segir á vef LS.