Ráðstefnurit Sjávarútvegsráðstefnunnar er komið út á vefnum. Þar er að finna upplýsingar um á fimmta tug erinda sem flutt verða á ráðstefnunni og tilnefningar til framúrstefnuverðlauna sem veitt verða fyrsta ráðstefnudaginn, auk annars efnis. Sjá HÉR .
Sjávarútvegsráðstefnan er haldin að þessu sinni á Nordica Hilton Reykjavík. Hún hefst næstkomandi fimmtudag 19. nóvember og stendur í tvo daga.