Strandbúnaður, ráðstefna um fiskeldi, skeldýra- og þörungarækt verður haldin á Grand Hótel Reykjavík dagana 13. – 14. mars 2017. Samtals verða átta málstofur og flutt verða tæplega 50 erindi.

Skipuleggjendur gera ráð fyrir að um 250 manns mæti á ráðstefnuna.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegsráðherra mun setja ráðstefnuna. Forstjóri Skipulagsstofnunar mun farið yfir þær breytingar sem eru framundan með fyrirhuguðum nýjum lögum um skipulag haf- og strandsvæða.

Farið verður yfir tilganginn með stofnun félagsins Strandbúnaður. Gefið verður yfirlit yfir stöðu og framtíðaráform í fiskeldi, skeldýra- og þörungarækt. Greint verður frá hlutverki nefndar sem nú vinnur að stefnumótun fyrir íslenskt fiskeldi og væntingar sem atvinnugreinin hefur til þessa starfs.

Nánari upplýsingar og dagsskrá má finna á vefnum strandbunadur.is