Alþjóðahafrannsóknaráðið (ICES) leggur til að þorskkvótinn í Norðursjó verði 28.809 tonn á næsta ári sem er liðlega 3.000 tonna aukning frá veiðiráðgjöfinni fyrir yfirstandandi ár. Þótt ekki séu það nein ósköp í tonnum talið reiknast aukningin samt 13%.
Á árinu 2012 var kvótinn í Norðursjó ákveðinn 26.475 tonn.
Ástand þorskstofnsins hefur heldur verið að skána síðustu árin og hrygningarstofninn hefur aukist frá því að hann var í lágmarki árið 2006.