Alþjóðahafrannsóknaráðið (ICES) hefur gefið út veiðiráðgjöf sína fyrir afla þorsks, ýsu og ufsa í Norðursjó á næsta ári.
Lagt er til að þorskkvótinn verði minnkaður úr 28.800 tonnum í 26.700 tonn.
Þá er lagt til að ufsakvótinn verði 66.000 tonn samanborið við 77.500 tonn í ár en það er 15% samdráttur.
Hins vegar er lögð til aukning ýsukvótans úr 44.600 tonnum í ár í 48.200 tonn á því næsta.