Síldarkvótinn í Norðursjó verður 426 þúsund tonn á næsta ári ef farið verður eftir ráðleggingum Alþjóðahafrannsóknaráðsins (ICES). Það er 92.000 tonna niðurskurður frá útgefnum kvóta í ár sem er 518 þúsund tonn. Samdrátturinn nemur 18%.
Í frétt á vef norsku hafrannsóknastofnunarinnar segir að ef undan er skilinn 2013 árgangurinn hafi nýliðun undanfarin ár verið léleg allt frá árinu 2001.