Hafrannsóknastofnun hefur tilkynnt veiðiráðgjöf sína fyrir næsta fiskveiðiár. Samkvæmt henni eykst þorskkvótinn um aðeins 3.000 tonn, fer úr 215.000 tonnum í 218.000 tonn.

Almennt var búist við að aukning þorskkvótans yrði nokkru meiri en þetta, en Jóhann Sigurjónsson forstjóri Hafrannsóknastofnunar gaf þá skýringu á blaðamannafundi í morgun að meðalþyngd þorsk í afla hefði reynst nokkru minni en áætlað var í fyrra.

Tíðindi af ýsunni eru slæm því lagt er til að kvóti hennar minnki úr 38.000 tonnum í 30.400 tonnum milli fiskveiðiára. Það er 20% samdráttur. Nýliðun í ýsu hefur verið léleg sex ár í röð og skýrir það þessa tillögu.

Bæði þorskur og ýsa eru háð aflareglu sem bindur hendur stjórnvalda hvað það varðar að víkja frá veiðiráðgjöfinni.

Sjá veiðiráðgjöf Hafrannsóknar í heild á vef stofnunarinnar .