Haukur Þór Hauksson viðskiptafræðingur hefur verið ráðinn aðstoðarframkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna.
Haukur Þór hefur um árabil starfað hjá þrotabúi Kaupþings og þar áður fyrir Kaupþing banka. Hann er með Cand.oceon próf frá Háskóla Íslands. Hann er einnig löggildur verðbréfamiðlari og hefur lokið hinu alþjóðlega ACI miðlunarprófi. Haukur er í sambúð með Fjólu Ágústsdóttur og eiga þau saman soninn Hauk.