Í gær áttu sjávarútvegsráðherra Noregs, Lisbeth Berg-Hansen, og sjávarútvegsstjóri Evrópusambandsins, Maria Damanaki, fund með Steingrími J. Sigufússyni sjávarútvegsráðherra um makríldeiluna. Samkomulag varð um að halda fund ,,á ráðherraplani“ í London 3. september næstkomandi með það að markmiði að leysa deiluna.

Þetta kemur fram á vef samtaka norskra útvegsmanna. Fundur þessara aðila var haldinn í tengslum við fund sjávarútvegsráðherra ríkja við Norður-Atlantshaf sem staðið hefur yfir í Reykjavík í gær og í dag.