Sjávarútvegsráðherrar ESB, Noregs, Íslands og Færeyja munu hittast í næsta mánuði til þess að freista þess að ná samkomulagi um nýtingu makrílstofnsins.
Þetta kom fram í opinberri heimsókn Jens Stoltenberg forsætisráðherra Noregs í Færeyjum fyrir helgina.
Hingað til hafa embættismenn annast samningaviðræður um makrílinn en nú skal færa viðræðurnar upp á ráðherrastig.