Sjávarútvegsráðherra hefur undirritað reglugerð um úthlutun 500 tonna skötuselskvóta til leigu á þessu fiskveiðiári. Kvótanum er úthlutað gegn 120 króna leigugjaldi fyrir hvert kíló.

Fram kemur í frétt Morgunblaðsins að leigukvóti ársins sé þar með kominn í 1300 tonn af þeim 2.000 tonnum sem ráðherra hefur heimild til þess að úthluta með þessum hætti.

Eins og áður nemur hámark úthlutunar á hvert skip fimm tonnum. Óheimilt er að framselja þann kvóta sem svona er fenginn.