Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur komið til móts við óskir Landssambands smábátaeigenda er varðar tímabilaskiptingu á VS-afla. Með breytingunni er afnumin tímabilaskipting á VS-afla er varðar ýsu.
Breytingin rýmkar til fyrir útgerðum varðandi ýsu sem meðafla með því að hafa allt árið undir, en ekki að miða heimildina við heildarafla hvers ársfjórðungs.
Tilgreina má ýsu sem VS-afla allt að 5% ofan á heildarafla ársins án tillits til tímabila kjósi skipsstjóri að nýta vs-aflaheimild skipsins þannig. Ársfjórðungs tímabilin gilda þó áfram fyrir aðrar tegundir í VS-afla ef undan er skilin grásleppuveiði, þar miðast VS-heimildin einnig við heildarafla innan ársins líkt og nú gildir um ýsu. Sú heimild er ekki ný.
Athygli er vakin á því að eftir sem áður er hámarksheimild ársins 5%.
Frá þessu er skýrt á vef LS