Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra heimsótti í síðustu viku HB Granda á Norðurgarði í Reykjavík.

Kristján Loftsson stjórnarformaður HB Granda og Vilhjálmur Vilhjálmsson forstjóri tóku á móti ráðherra og fylgdarliði hans.

Snæddur var hádegisverður með starfsfólkinu í Norðurgarði og ráðherra kynti sér starfsemina í fiskiðjuverinu og frystigeymslunni Ísbirninum.

Að sögn Vilhjálms Vilhjálmssonar var ánægjulegt að fá ráðherra sjávarútvegsmála í heimsókn og hann segist vonast til að skoðunarferðin í fiskiðjuverið og Ísbjörninn hafi orðið til að auka áhuga og skilning ráðherrans á þeirri fjölbreyttu starfsemi sem fram fer innan íslensks sjávarútvegs.