Í gær áttu fulltrúar Landssambands smábátaeigenda (LS) fund með Sigurði Inga Jóhannssyni sjávarútvegsráherra, þar sem rætt var um vanda útgerða krókaaflamarksbáta vegna mikillar ýsugengdar á veiðislóð þeirra.
Um viðbrögð Sigurðar Inga segir á vef LS: „Ráðherra gaf LS ekki tilefni til bjartsýni á lausn málsins. Málið yrði að skoða í samstarfi við ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar og athuga hvort vísindamenn þar á bæ teldu efni vera til að breyta ráðgjöfinni svo tilefni væri til kvótaukningar.“
LS lagði áherslu á það við ráðherra að auka nú þegar ýsukvótann um fimm þúsund tonn. Það mundi væntanlega nægja til að koma hreyfingu á kvótamarkaðinn og gera hann heilbrigðari en nú er. Dygði það ekki væri óhjákvæmilegt að beita yrði öðrum aðferðum sem krefðust breytinga á lögum um stjórn fiskveiða.
Sjá nánar á vef LS