Ekkert verður af því að Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra bæti við strandveiðikvóta ársins og er veiðunum því lokið.

„Auglýsing um stöðvun strandveiða mun birtast í stjórnartíðindum síðar í dag þar sem fram kemur að strandveiðar eru bannaðar frá og með 17. júlí,“ segir í stuttri tilkynningu á vef Fiskistofu.

Eins og fram hefur komið var frumvarp atvinnuvegaráðherra um framlengingu strandveiða ekki afgreitt á nýloknu vorþingi Alþingis.