Guð­mundur Kristjáns­son, for­stjóri Brims, segir að öll gögn í tengslum við at­hugun Sam­keppnis­eftir­litsins á stjórnunar- og eigna­tengslum sjávar­út­vegs­fyrir­tækja séu klár. „Við höfum ekkert að fela og það er allt upp á borðum,“ segir Guðmundur í frétt á vb.is.

Hann segir það hins vegar ó­á­sættan­legt að mat­væla­ráð­herra sé að greiða Sam­keppnis­eftir­litinu, sem hafi rann­sóknar­heimildir, til að vinna fyrir sig á sama tíma og ráð­herra geti stýrt rann­sókninni.

„Þetta er bara prinsippmál,“ segir Guð­mundur en Sam­keppnis­eftir­litið hefur á­kveðið að beita Brim dag­sektum að fjár­hæð 3,5 milljónum króna á dag fyrir að neita að af­henda gögnin.

Að mati Guð­mundar hefði Sam­tök fyrir­tækja í sjávar­út­vegi (SFS) átt að vera í þessa bar­áttu fremur en Brim.

„En SFS neitaði því það þorir enginn að anda á Sam­keppnis­eftir­litið í sam­fé­laginu.“

Guð­mundur bar málið undir stjórn Brims fyrir nokkrum vikum og segir stjórnina til­búna í slaginn. „Þau voru alveg hörð á því það yrði að vera prinsipp í okkar sam­fé­lagi. Þess vegna erum við að þessu. Við höfum ekkert að fela og það er allt upp á borðum.“