Rekstur grænlensku Polar Seafood samstæðunnar gekk vel á síðasta ári. Hagnaður nam um 335 milljónum danskra króna fyrir skatt (um 6,3 milljarða ISK) sem er um 100 milljóna króna aukning frá árinu 2014 (tæpir 1,9 milljarðar ISK), að því er fram kemur á vef ermitsiaq.ag.

Í frétt frá félaginu segir að beint framlag þess í ríkiskassann í Grænland sé um 316 milljónir (tæpa 6 milljarða ISK).

Velta Polar Seafood 2015 var tæpir 3 milljarðar danskra króna (tæpir 57 milljarðar ISK) en var 2,5, milljarðar árið 2014.

Polar Seafood er stærsta einkarekna sjávarútvegsfyrirtæki Grænlands með starfsemi í nokkrum löndum. Starfsmenn eru um 900.