Belgíska fyrirtækið Ecover mun á næstunni setja á markað uppþvottalög í umbúðum sem eiga að vekja athygli á þeim langtímavanda sem hefur skapast vegna losunar á plasti í hafið.
Talið er að fiskar í norðanverðu Kyrrahafi gleypi hátt í 24.000 tonn af plasti á hverju ári sem er svipað magn og er í 480 milljón tveggja lítra plastflöskum samkvæmt því sem segir í frétt á fis.com
Talsmaður Ecover segir að plast í hafinu sé gríðarlegt vandamál og að á ári hverju drepist að minnsta kosti milljón sjófuglar og hátt í hundrað þúsund hákarlar, skjaldbökur og hvalir, stórir sem litlir, eftir að hafa éti plast sem flýtur í sjónum.
Fyrirtækið hefur undanfarið unnið að því að þróa umbúðir sem gerðar eru úr sykurreyr og endurunnu plasti sem safnað er úr sjó. Þrátt fyrir að endurunnið plast úr sjó sé einungis um 10% í nýju umbúðunum vonast framleiðendur þeirra til þess að það hlutfall muni aukast á næstu árum.
Samkvæmt breskri athugun er plast um 60% af öllu drasli sem rekur á land við strendur Bretlandseyja.