Allir sex þingmenn Pírata hafa endurflutt tillögu sína frá síðasta vetri um bann við fiskeldi í sjókvíum. Ekki er um lagafrumvarp að ræða heldur tillögu um ályktun Alþingis svohljóðandi: „Alþingi ályktar að fela matvælaráðherra að leggja til bann við fiskeldi í opnum sjókvíum við yfirstandandi endurskoðun laga um fiskeldi. Samhliða því skuli ríkisstjórnin efla nýsköpun og fjölbreytt og umhverfisvæn atvinnutækifæri í byggðarlögum sem byggja afkomu sína á fiskeldi í opnum sjókvíum.“ Vefmiðillinn www.bb.is segir frá þessu.

Tillagan er almenn yfirlýsing sem breytir engu um gildandi lög og verður Alþingi í framhaldinu að samþykkja sérstaka löggjöf um bannið til þess að það taki gildi.

Flutningsmönnum hefur fækkað um einn frá því málið var síðast flutt, en þá var varaþingmaður Viðreisnar í Suðurkjördæmi einnig flutningsmaður.

Í greinargerð með tillögunni leggja flutningsmenn áherslu á dýravelferð og umhverfisáhrif og segja að nauðsynlegt sé að leyfa náttúrunni að njóta vafans. „S“á skaði sem nú þegar er orðinn er óafturkræfur. Hins vegar gæti hann enn orðið mun verri.“

Þá segja flutningsmenn tillögunnar að ef sjókvíaeldi verði bannað hafi það áhrif á atvinnuöryggi á þeim svæðum þar sem eldi hefur verið stundað. „Því er nauðsynlegt að ríkisstjórnin tryggi að atvinnuöryggi sé skapað með öðrum hætti á viðkomandi svæðum og að lögð verði sérstök áhersla á að efla græna atvinnuuppbyggingu, nýsköpun og aðrar lausnir til frambúðar.“

Allir sex þingmenn Pírata hafa endurflutt tillögu sína frá síðasta vetri um bann við fiskeldi í sjókvíum. Ekki er um lagafrumvarp að ræða heldur tillögu um ályktun Alþingis svohljóðandi: „Alþingi ályktar að fela matvælaráðherra að leggja til bann við fiskeldi í opnum sjókvíum við yfirstandandi endurskoðun laga um fiskeldi. Samhliða því skuli ríkisstjórnin efla nýsköpun og fjölbreytt og umhverfisvæn atvinnutækifæri í byggðarlögum sem byggja afkomu sína á fiskeldi í opnum sjókvíum.“ Vefmiðillinn www.bb.is segir frá þessu.

Tillagan er almenn yfirlýsing sem breytir engu um gildandi lög og verður Alþingi í framhaldinu að samþykkja sérstaka löggjöf um bannið til þess að það taki gildi.

Flutningsmönnum hefur fækkað um einn frá því málið var síðast flutt, en þá var varaþingmaður Viðreisnar í Suðurkjördæmi einnig flutningsmaður.

Í greinargerð með tillögunni leggja flutningsmenn áherslu á dýravelferð og umhverfisáhrif og segja að nauðsynlegt sé að leyfa náttúrunni að njóta vafans. „S“á skaði sem nú þegar er orðinn er óafturkræfur. Hins vegar gæti hann enn orðið mun verri.“

Þá segja flutningsmenn tillögunnar að ef sjókvíaeldi verði bannað hafi það áhrif á atvinnuöryggi á þeim svæðum þar sem eldi hefur verið stundað. „Því er nauðsynlegt að ríkisstjórnin tryggi að atvinnuöryggi sé skapað með öðrum hætti á viðkomandi svæðum og að lögð verði sérstök áhersla á að efla græna atvinnuuppbyggingu, nýsköpun og aðrar lausnir til frambúðar.“