Ráðuneyti sjávarútvegsmála í Perú hefur ákveðið að heimila ansjósuveiðar á haust- og vetrarvertíð. Veiðarnar mega hefjast 17. nóvember og er heildaraflamark um 1,1 milljón tonna. Veiðitímabilið er til loka janúar 2016. Þetta kemur fram á vef Undercurrent News.

Ákvörðun um aflamark var tekið eftir að mælingar á ansjósustofninum fóru fram. Talið er að lífmassi ansjósunnar sé um 6 milljónir tonna.

Beðið var eftir þessari ákvörðun með mikilli eftirvæntingu en um tíma óttuðust menn að vertíðin yrði slegin af líkt og gerðist síðastliðið haust. Þá voru engar veiðar leyfðar vegna áhrifa veðurfyrirbærisins El Nino á nýliðun í ansjósustofninum.

Meira en 10 þúsund sjómenn byggja afkomu sína á ansjósuveiðum í Perú.