Nýja færeyska uppsjávarvinnslan  Pelagos í Fuglafirði sem Framherji, hlutdeildarfélag Samherja, á aðild að, hefur starfsemi í upphafi næsta mánaðar að lokinni tilraunakeyslu, að því er haft er eftir Johan Pall Joensen framkvæmdastjóra á sjávarútvegsvefnum Undercurrentnews.com.

Fram kemur á stofnkostaður verksmiðjunnar sé jafnvirði röskra fjögurra milljarða íslenskra króna og afkastageta 600 tonn á sólarhring.

Þess má geta að Skaginn hf. á Akranesi og Kælismiðjan Frost hanna og framleiða uppsjávarvinnslukerfið í húsinu eins og vinnslukerfið í annarri færeyskri uppsjávarvinnslu, Vardin Pelagic sem hóf starfsemi sumarið 2012. Þriðja uppsjávarvinnslan í Freæyjum er svo Kollafjord Pelagic.