Á fyrstu fimm mánuðum ársins fluttu 20 stærstu framleiðendur á pangasius í Víetnam út afurðir fyrir 433 milljónir dollara (um 52 milljarða ISK), að því er fram kemur á vefnum SeafoodSource.
Stærsti framleiðandinn, Vinh Hoan Corp, flutti út pangasius fyrir 74 milljónir dollara og næsti í röðinni seldi fyrir 55 milljónir dollara.
Í maímánuði jókst útflutningur á pangasius frá Víetnam um 15,7% frá sama mánuði í fyrra og nam 174 milljónum dollara (um 20 milljörðum ISK).