Verð á þorskafurðum hefur lækkað umtalsvert frá því seinnipart sumars. Verðlækkunin er mismunandi eftir afurðum, fisktegundum og markaðslöndum. Sjófrystur þorskur á Bretlandsmarkaði hefur lækkað einna mest, eða um 15%. Þetta kemur fram í nýjustu Fiskifréttum.

Þá hefur verð á stórum saltfiski einnig lækkað á Spáni sem kunnugt er. Verð á ýsu hefur hins vegar haldist best. Þessi verðlækkun skýrist einkum af sölutregðu vegna bágs efnahagsástands í Evrópu. Kaupendur kaupa nú minna magn inn hverju sinni og það setur þrýsting á verðið og eykur birgðahald. Fyrirsjáanlegt er að samkeppnin harðnar enn frekar á næsta ári þegar framboð eykst af þorski úr Barentshafi. Óvissan í markaðsmálum er því mikil og alls óvíst að botninum sé náð í verðlækkunum.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.