Ráðstöfunarfé Hafrannsóknastofnunarinnar á nýbyrjuðu ári minnkar að raungildi um 230 milljónir króna. Samdrátturinn mun meðal annars hafa þau áhrif að úthald rannsóknaskipanna verður í lágmarki.
Meðal þess sem fær að kenna á niðurskurðarhnífnum er haustrallið en ekki gert ráð fyrir því á skipaáætlun stofnunarinnar að svo komnu máli.
,,Vitaskuld erum við með þessu að skerða mikilvægan þátt í okkar kjarnastarfsemi. Við munum kanna þegar líður á árið hvort hægt verður að sinna að einhverju leyti mælingum sem tengjast haustrallinu, t.d. í tengslum við loðnuleiðangur sem er á áætlun í haust,” segir Jóhann Sigurjónsson forstjóri í viðtali í Fiskifréttum í dag.
Nánar er fjallað um fyrirhuguð verkefni rannsóknaskipanna á þessu ári í Fiskifréttum sem fylgja Viðskiptablaðinu í dag.