„Óvissunni um íslenskan sjávarúveg er lokið," þetta sagði Sigurður Ingi Jóhannsson,  sjávarútvegsráðherra á aðalfundi LÍÚ í dag. Vísaði Sigurður Ingi með því til þess óvissuástands sem fyrri ríkisstjórn skapaði atvinnugreininni.

Hann spurði sig að því hvers vegna Íslendingar væru ekki stoltir af íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum sem gætu keppt á fjölmörgum alþjóðlegum mörkuðum og skilað samfélaginu miklum tekjum, rétt eins og nágrannaþjóðir okkar Norðmenn, Danir og Svíar væru stoltir af sínum fyrirtækjum.