„Næstu mánuðir fara í að púsla sjávarútveginum saman á ný og átta sig á nýjum veruleika. Ekki er nóg með að útgerð og fiskvinnsla hafi verið lögð í rúst heldur hafa birgðir eyðilagst líka. Það mun því taka tíma að koma öllum þáttum virðiskeðjunnar í fyrra horf,” segir Jónas Engilbertsson framkvæmdastjóri Icelandic Japan í Tókíó í samtali við Fiskifréttir .

Þegar hann er spurður hvaða áhrif hamfarirnar muni hafa á viðskipti Íslands við Japan á næstunni svarar hann því til að sem stendur sé ómögulegt að segja hvert framhaldið verði.

,,Við leitumst umfram allt við að sýna viðskiptavinum okkar til fjölda ára virðingu og hluttekningu á þessum erfiðu tímum. Mikilvægt er að tryggja að matvæli haldi áfram að berast til landsins og unnið er í nánu samstarfi við kaupendur að því að kanna hvernig best sé að haga geymslu og vinnslu þeirra,” segir Jónas.

Sjá nánar á vef Fiskifrétta.