Blikur eru á lofti varðandi útflutning á fyrstum fiski til Nígeríu vegna innflutningskvóta þarlendra. Flutt voru út 14.710 tonn af frystum makríl beint til Nígeríu á síðasta ári að verðmæti 2,2 milljarðar króna.
Nígerísk stjórnvöld gáfu í fyrsta sinn út innflutningaskvóta á þessu ári og nam hann 200.000 tonnum fyrir fyrstu sex mánuði ársins. Heildarinnflutningur á síðasta ári á ferskum eða frystum uppsjávarfiski til landsins var um ein milljón tonna.
Til stóð að gefinn yrði út nýr innflutningskvóti 1. júlí sl. en ekkert hefur gerst í þeim efnum. Birgir Össurarson, sölu- og markaðsstjóri hjá Ice Fresh Seafood, sölufyrirtæki Samherja, segir að nú sé bara beðið eftir því að málin skýrist hvað þetta varðar.
Innflutningskvótinn tekur einungis til innflutnings á ferskum og frystum fiski. Katrín Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Sölku – Fiskmiðlunar á Dalvík, segir að þeir hafi ekki hamlandi áhrif á útflutning á þurrkuðum fiski frá Íslandi til Nígeríu.
Sjá nánari umfjöllun í Fiskifréttum.