„Staða grásleppukarla er ekki öfundsverð, þegar bæði þarf að glíma við markaðina og ráðgjöf vísindastofnunar sem vart stenst skoðun,“ segir Örn Pálsson framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda í grein sem hann ritar í síðustu Fiskifréttir.
Þar bendir hann á að við mat þróunar á stofnstærð grásleppu styðjist Hafrannsóknastofnun við upplýsingar úr togararalli í mars á hvert. Hafró lesi það út úr gögnum togararallsins að stofnvísitala grásleppu hafi lækkað næstum samfellt frá árinu 2006 og sömu megindrættir séu í afla á sóknareiningu á grásleppuvertíðum.
Örn segir að lækki stofnvísitalan með sama hraða og verið hefur samkvæmt togararalli í mars næstkomandi gæti veiðiráðgjöfin orðið jafngildi 4.000 tunna af hrognum eða aðeins helmingur af því sem var á síðustu vertíð.
„Verði það raunin og ráðherra kvitti upp á er komin upp staða sem slagar nærri því að setja spurningarmerki um framhald farsælla grásleppuveiða smábátaeigenda,“ segir Örn.
Greinin í heild er birt á vef LS