Fjórðungur þess fólks sem starfar í fiskvinnslu á Íslandi er með erlent ríkisfang. Óveruleg fækkun hefur orðið í hópi þessa fólks frá árinu 2008 til dagsins í dag, að því er fram kemur í nýjustu Fiskifréttum.

Nýleg könnun Samtaka fiskvinnslustöðva leiddi í ljós að um þessar mundir eru 3.700 heilsdagsstörf í fiskvinnslu á landinu.

Sjá nánar í Fiskifréttum.