„Vart hefur orðið við makríl á mjög stóru svæði hér í grænlensku lögsögunni í sumar en það hefur verið óttalegt hark að veiða hann oft á tíðum. Ef kaldar upp hverfur makríllinn alveg. Þá tekur einni eða tvo daga fyrir hann að jafna sig og svo tekur það okkur sinn tíma að finna hann á ný.“

Þetta segir Halldór Jónasson skipstjóri á Polar Amaroq í viðtali í nýjustu Fiskifréttum.

Halldór kveðst þó ekki þurfa að kvarta undan nýafstöðnum túr því náðst hafi að halda uppi fullri vinnslu í vikutíma eða alveg frá því að þeir byrðjuðu að fiska. Afkraksturinn er rétt rúm 600 tonn af frystum afurðum sem landað er í Hafnarfirði auk 100 tonna af ferskum makríl sem fer til vinnslu í Helguvík og hratinu er sömuleiðis landað þar.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.