„Þetta er búin að vera alveg svakaleg rússíbanareið, það verður að segjast alveg eins og er,“ segir Sigurður Jónsson, skipstjóri á Tómasi Þorvaldssyni GK 10, sem eins og svo margir hefur selt húsið sitt í Grindavík og er fluttur á braut.

Ítarlega er rætt við Sigurð í tímariti Fiskifrétta sem fylgir blaðinu í þessari viku.

Það er útgerðarfélagið Þorbjörn sem gerir frystitogarann Tómas Þorvaldsson út. Sigurður hefur starfað hjá félaginu frá því um áramótin 1989/90.

„Ég var ráðinn til þeirra, þegar þeir keyptu Snæfellið, sem fékk svo nafnið Hrafn Sveinbjarnarson GK 255. Ég var á honum í 29 ár, svo þegar þeir keyptu Tómas Þorvaldsson GK 10, sem áður hét Arnar upphaflega og síðan Sisimiut, fór ég þangað,“ rekur Sigurður.

Reri á móti Hilmari Helgasyni

Áhöfnin á Hrafni Sveinbjarnarsyni sem fór með Sigurði yfir á Tómas Þorvaldsson. Mynd/Aðsend
Áhöfnin á Hrafni Sveinbjarnarsyni sem fór með Sigurði yfir á Tómas Þorvaldsson. Mynd/Aðsend

Upphaflega var Sigurður ráðinn sem bátsmaður hjá Þorbirni. „Eftir um fimm ár byrjaði ég að leysa af sem skipstjóri og varð svo skipstjóri á móti Hilmari Helgasyni sem réði mig á Hrafn Sveinbjarnarson. Síðan rerum við saman í um 25 ár,“ segir hann.

Tímann eftir kvikuhlaupið undir Grindavík föstudaginn 10. nóvember í fyrra segir Sigurður hafa verið algerlega ótrúlegan. „Í minni áhöfn erum við 16 af 26 sem bjuggum í Grindavík. Þannig að þetta snerti okkur mjög mikið eins og alla aðra. Ég óska engum að lenda í svona hamförum,“ segir hann.

Reynt hefur verið að landa í Grindavík eins og unnt hefur verið fyrir hamförunum sem gengið hafa yfir. „Þannig að menn eru að reyna að gera þetta eins vel og hægt er,“ segir Sigurður sem eins og aðrir í bænum hefur orðið fyrir miklu áfalli.

Erfitt að vera fjarri

Málsverður í bústaðnum þar sem Sigurður Jónsson ræktar garðinn sinn og unir sér vel. Mynd/Aðsend
Málsverður í bústaðnum þar sem Sigurður Jónsson ræktar garðinn sinn og unir sér vel. Mynd/Aðsend

„Tíunda nóvember þegar þessi kvikugangur fór undir bæinn vorum við úti á sjó og það var mjög erfitt að þurfa að vera í burtu, vitandi af konum okkar, börnum, ættingjum og vinum og ekki vita hvað gerðist næst,“ segir Sigurður.

Miklir jarðskjálftar hafi verið dagana á undan, en það voru hrinur sem komu og gengu svo niður. Þannig hélt fólk að það yrði líka þennan dag. 

„Konan mín var heima og ég sagði henni að fara upp í bústað með dóttur okkar og barnabarn, en hún sagði að þetta hlyti að líða hjá,“ segir Sigurður. Það hafi breyst um kvöldmatarleytið.

Viðtalið við Sigurð Jónsson má sem fyrr segir finna í heild í tímariti Fiskifrétta.

„Þetta er búin að vera alveg svakaleg rússíbanareið, það verður að segjast alveg eins og er,“ segir Sigurður Jónsson, skipstjóri á Tómasi Þorvaldssyni GK 10, sem eins og svo margir hefur selt húsið sitt í Grindavík og er fluttur á braut.

Ítarlega er rætt við Sigurð í tímariti Fiskifrétta sem fylgir blaðinu í þessari viku.

Það er útgerðarfélagið Þorbjörn sem gerir frystitogarann Tómas Þorvaldsson út. Sigurður hefur starfað hjá félaginu frá því um áramótin 1989/90.

„Ég var ráðinn til þeirra, þegar þeir keyptu Snæfellið, sem fékk svo nafnið Hrafn Sveinbjarnarson GK 255. Ég var á honum í 29 ár, svo þegar þeir keyptu Tómas Þorvaldsson GK 10, sem áður hét Arnar upphaflega og síðan Sisimiut, fór ég þangað,“ rekur Sigurður.

Reri á móti Hilmari Helgasyni

Áhöfnin á Hrafni Sveinbjarnarsyni sem fór með Sigurði yfir á Tómas Þorvaldsson. Mynd/Aðsend
Áhöfnin á Hrafni Sveinbjarnarsyni sem fór með Sigurði yfir á Tómas Þorvaldsson. Mynd/Aðsend

Upphaflega var Sigurður ráðinn sem bátsmaður hjá Þorbirni. „Eftir um fimm ár byrjaði ég að leysa af sem skipstjóri og varð svo skipstjóri á móti Hilmari Helgasyni sem réði mig á Hrafn Sveinbjarnarson. Síðan rerum við saman í um 25 ár,“ segir hann.

Tímann eftir kvikuhlaupið undir Grindavík föstudaginn 10. nóvember í fyrra segir Sigurður hafa verið algerlega ótrúlegan. „Í minni áhöfn erum við 16 af 26 sem bjuggum í Grindavík. Þannig að þetta snerti okkur mjög mikið eins og alla aðra. Ég óska engum að lenda í svona hamförum,“ segir hann.

Reynt hefur verið að landa í Grindavík eins og unnt hefur verið fyrir hamförunum sem gengið hafa yfir. „Þannig að menn eru að reyna að gera þetta eins vel og hægt er,“ segir Sigurður sem eins og aðrir í bænum hefur orðið fyrir miklu áfalli.

Erfitt að vera fjarri

Málsverður í bústaðnum þar sem Sigurður Jónsson ræktar garðinn sinn og unir sér vel. Mynd/Aðsend
Málsverður í bústaðnum þar sem Sigurður Jónsson ræktar garðinn sinn og unir sér vel. Mynd/Aðsend

„Tíunda nóvember þegar þessi kvikugangur fór undir bæinn vorum við úti á sjó og það var mjög erfitt að þurfa að vera í burtu, vitandi af konum okkar, börnum, ættingjum og vinum og ekki vita hvað gerðist næst,“ segir Sigurður.

Miklir jarðskjálftar hafi verið dagana á undan, en það voru hrinur sem komu og gengu svo niður. Þannig hélt fólk að það yrði líka þennan dag. 

„Konan mín var heima og ég sagði henni að fara upp í bústað með dóttur okkar og barnabarn, en hún sagði að þetta hlyti að líða hjá,“ segir Sigurður. Það hafi breyst um kvöldmatarleytið.

Viðtalið við Sigurð Jónsson má sem fyrr segir finna í heild í tímariti Fiskifrétta.