Mikill áhugi er á því að veiða makríl á handfæri í sumar en niðurskurður á því sem kemur til skiptanna fyrir handfærabáta dregur úr mönnum kjarkinn. Allir þeir sem veiddu makríl á handfæri að einhverju marki í fyrra ætla að halda því áfram og jafnvel bæta við bátum, að því er fram kemur í nýjustu Fiskifréttum
Af um 155 þúsund tonna makrílkvóta Íslands í ár verður 2.000 tonnum ráðstafað til skipa sem stunda makrílveiðar með línu eða handfærum. Hér er um töluverðan niðurskurð að ræða því í fyrra voru tekin frá 3.000 tonn fyrir þennan veiðiskap.
Viðmælendur Fiskifrétta telja að ástæðulaust hafi verið að grípa til niðurskurðar í þessum flokki í ár. Mikil óvissa hafi ríkt í fyrra í vinnslu- og markaðsmálum sem væri ekki til staðar nú. ,,Ef 20 bátar sækja um handfæraveiðar núna þá eru ekki nema 100 tonn sem koma í hlut hvers báts. Það er of lítið. Margir eru að hugsa sinn gagn og ég geri ráð fyrir að ýmsir telji það ekki svara kostnaði að útbúa skip til handfæraveiða nema meira sé til skiptanna,“ sagði einn viðmælanda Fiskifrétta.
Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.