„Mikil vinna var lögð í samningana og miðað við gerðar kröfur sjómanna telur SFS að komið hafi verið verulega til móts við þær. Er því óljóst á hvaða forsendum sjómenn kjósa að fella gerða samninga. Ósætti, sem ekki er hönd á festandi, er erfitt að lækna. Við tekur hins vegar ótímabundið verkfall, með ófyrirséðu fjárhagslegu tjóni fyrir útgerðir, sjómenn og samfélagið allt. Það hljóta að vera vonbrigði fyrir alla hlutaðeigandi.“
Þetta segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, á vef samtakanna.