Enn ein vikan er nú liðin þar sem óslægður þorskur seldur á fiskmörkuðunum nær ekki 200 króna meðalverði á kílóið. Það sem af er mars er meðalverðið aðeins 168 krónur sem er 45% lægra verð en það hefur verið hæst á fiskveiðiárinu sem var í nóvember, munurinn 137 krónur.
Vakin er athygli á þessu á vef Landssambands smábátaeigenda .
Þar kemur ennfremur fram að verð á ýsu hefur hins vegar haldist nokkuð stöðugt það sem af er fiskveiðiári. Eins og í þorskinum skilaði nóvember hæstu meðalverði á óslægðri ýsu. Þá var meðalverðið 184 kr/kg, en september, febrúar og það sem af er mars var meðalverðið 17% lægra, munurinn var 31 kr / kg.