Þverrandi þorskveiði í hafinu í kringum Skotland er að hluta til því að kenna að sumarhiti sjávar hefur hækkað og skilið fiskinn eftir með of lítið fæðuframboð, samkvæmt niðurstöðum úr nýlegum rannsóknum.    Hækkandi hiti hefur dregið verulega úr svifi sem er undirstaða fæðukeðjunnar í hafinu. Þrátt fyrir útbreidda skoðun um að hnignun þorskstofnsins megi rekja til áratugalangrar ofveiði gera vísindamennirnir því skóna að niðursveifluna megi að hluta rekja til loftlagsbreytinga.   Vísindamenn við háskólann í Glasgow hafa varað við því að ef þessi þróun héldi áfram gæti hún haft umtalsverð áhrif, ekki aðeins á þorskstofninn heldur alla fæðukeðjuna í sjónum í heild.

Vísindamennirnir hafa reyndar komist að því að sumarhitinn í Norður-Atlantshafi hafi hækkað allar götur frá því litla ísöldin ríkti á norðurslóðum 1400 til 1700.   Heimild: www.scotsman.com