Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra hefur fylgt skuli aflareglu í þorski og leyfðar veiðar á 160 þúsund tonnum á næsta fiskveiðiári. Það er 10 þús. tonna aflaaukning frá yfirstandandi fiskveiðiári.

Ýsukvótinn minnkar úr 63 þús. tonnum í 50 þús. tonn. Ufsakvótinn verður 50 þús. tonn, óbreyttur frá fyrra ári. Leyfilegur karfaafli minnkar úr 50 þús. tonnum í 40 þús. tonn.

Grálúðuaflinn verður 13 þús. tonn sem er 1.000 tonna aukning. Kvóti flestra kolastofna minnkar og er þar tekið mið af ráðgjöf Hafró og raunverulegum veiðum.

Skötuselskvótinn er óbreyttur frá fyrri úthlutun eða 2.500 tonn en humarkvótinn minnkar úr 2.200 tonnum í 2.100 tonn.

Sjá nánar á vef sjávarútvegsráðuneytisins, HÉR