Niðurstöður úr vorralli Hafrannsóknastofnunar eru á ýmsan hátt jákvæðar. Þannig hefur stofnvísitala þorsks hækkað um 9% frá mælingunni 2008 sem má fyrst og fremst rekja til þess að meira fékkst nú af stærri þorski. Þá bendir fyrsta mat á stærð 2008 þorskárgangsins til þess að hann sé sterkur.
Stofnvísitala ýsu lækkaði hins vegar um fjórðung frá mælingunni 2008 og er nú innan við helmingur af meðaltali áranna 2003-2007 þegar hún var í hámarki. Þá er stofnvísitala ufsa í lágmarki.
Sjá niðurstöður vorrallsins í heild á vef Hafrannsóknastofnunarinnar, HÉR