„Við erum að taka okkar fyrsta hol og búnir að draga í tólf tíma en það er ekkert að fá. Hvorki hjá okkur né skipunum sem eru í kringum okkur,“ sagði Trausti Egilsson skipstjóri á Örfirisey RE þegar Fiskifréttir náðu tali af Trausta Egilssyni skipstjóra um hádegi í gær en þá var skipið statt 40 mílur utan við fiskveiðilögsöguna suðurvestur af landinu.
Trausti sagði 25 skip á úthafskarfaveiðum á svipuðum slóðum og hann og að ástandið væri eins hjá þeim öllum. „Mér skilst að skipin hafi fengið hálft annað tonn á tímann á þessum slóðum fyrir og í kringum sjómannadaginn en svo féll veiðin niður. Það er eins og karfinn hafi veiðst upp og ekki komið neinn fiskur á svæðið í staðinn fyrir þann sem veiddist.“
Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.