Fiskistofa hefur opnað fyrir umsóknir um viðbótarheimildir í makríl skv. reglugerð nr. 725/2020 um ráðstöfun 4.000 lesta af viðbótaraflaheimildum í makríl.

Heimilt er að úthluta allt að 50 tonnum á hvert skip í einu og er gjald fyrir viðbótarúthlutun á árinu 2023 3,38 kr. á kíló.

Úthlutun viðbótarheimilda fer fram á miðvikudegi í vikunni eftir að umsókn er send inn. Síðasti dagur sem hægt er að sækja um í hverri viku er föstudagur. Úthlutað verður vikulega til 15. september eða þar til potturinn klárast.

Sótt er um viðbótarúthlutun í makríl á sérstöku eyðublaði og skal umsókn send á [email protected].