Heilsusamleg áhrif af omega-3 fitusýrum í fiski glatast ef fiskurinn er steiktur. Þetta er niðurstaða nýrrar umfangsmikillar rannsóknar sem Emory háskólinn í Atlanta í Bandaríkjunum hefur gert.
Rannsóknin leiddi í ljós að neysla á steiktum fiski er algengari í suðurríkjum Bandaríkjanna en annars staðar í landinu en þar er líka hærri tíðni hjartaáfalla sem leiða til dauða. Ríkin sem um ræðir eru Alabama, Arkansas, Georgía, Louisiana, Mississippi, Norður- og Suður-Karólína og Tennessee.
Fiskur - þá sérstaklega feitur fiskur eins og lax, túnfiskur, síld og lúða – er ríkur af omega-3 fitusýrum. Sem kunnugt er hafa rannsóknir ítrekað sýnt fram á að þessar fitusýrur draga úr hættu á hjartaáföllum og hjartasjúkdómum.
Alls tóku 21.675 manns þátt í áðurnefndri rannsókn Emory háskólans. Þeir svöruðu spurningum um matarræði sitt og undirgengust einnig læknisskoðun.
Frá þessu er skýrt á fis.com, HÉR