Í eina tíð þótti gott að fóðra magann með lýsi áður en dottið var hressileg í það. Samkvæmt frétt á fis.com hafa vísindamenn við læknadeild Loyola University í Chicago fundið vísbendingar um að neysla lýsis dragi úr heilaskemmdum vegna áfengisdrykkju.

Tilraunir á rottum sýndu að neysla á lýsi eða Omega-3 dró verulegar úr heilaskemmdum, frumudauða í heila og dauða vegna langtímaneyslu á áfengi. Í skýrslu um rannsóknina kemur fram að þrátt fyrir vísbendingar um að lýsi dragi úr skaðlegum áhrifum áfengis sé ekki þar með sagt að það komi í veg fyrir þær.