Fyrirtækið Grímur kokkur í Vestmannaeyjum hefur fengið einkaleyfi fyrir aðferð til að bæta omega-3 fitusýrum og þörungum út í tilbúna matrétti. Þetta gefur fyrirtækinu samkeppnisforskot og gæti skilað því umtalsverðum tekjum þegar varan kemur á almennan markað.

Grímur kokkur hefur verið í samstarfi við Matís og fleiri aðila um útfærslu og þróun á þessu verkefni sem hefur fengið norrænan styrk og nú síðast styrk frá Evrópusambandinu upp á 200 milljónir króna.

Eins og mörgum er kunnugt er feitur fiskur mjög ríkur af omega-3 fitusýrum en mun minna er af þeim í mögrum fiski. Grímur kokkur hefur fundið aðferð til að bæta fitusýrunum í magran fisk sem þolir eldun án þess að fitusýrurnar tapi eiginleikum sínum.

Sjá nánar í Fiskifréttum .