Omega-3 fitusýrur gætu dregið úr heilaskemmdum af völdum áfengisneyslu og áhættu á vitstoli, að því er fram kemur í rannsókn sem birt er í tímaritinu PLOS ONE.

Margar rannsóknir hafa sýnt fram á að ofneysla á áfengi til langs tíma veldur heilaskaða og eykur áhættu á vitstoli. Í nýju rannsókninni kemur fram að omega-3 fitusýrur verja heilafrumur gegn bólgun og draga úr líkum á dauða þeirra.

Fyrir rannsóknunum stóðu læknarnir Michael A. Collins, Edward J. Neafsey og samstarfsmenn þeirra við Loyola læknaháskólann í Chicago, háskólanum í Kentucky og Stofnun um rannsóknir á áfengismisnotkun og áfengissýki.